Kröfu Landverndar og Fjöreggs hafnað


04.04.2017

Framkvæmd

Framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 í Skútustaðahreppi stendur – úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu Landverndar og Fjöreggs um að leyfið yrði fellt úr gildi.

Það var mat nefndarinnar að sveitarfélagið hafi staðið rétt að útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir Kröflulínu 4.

Með þessari niðurstöðu er allri óvissu um framkvæmdaleyfi Þeistareykjalínu 1 og  Kröflulínu 4 eytt og öll framkvæmdaleyfi á leiðinni í gildi.

Framkvæmdir við línurnar hefjast aftur eftir páska.

Hér er hægt að nálgast úrskurðinn.

Aftur í allar fréttir