Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2016-2025, sem ber titilinn Innviðirnir okkar – leiðin að rafvæddri framtíð, hefur verið send Orkustofnunar til samþykktar.
Vinna við kerfisáætlun er samráðsferli og í ár voru farnar nýjar leiðir. Umsagnarferlið hófst í nóvemer og var því fylgt eftir með 17 kynningar- og samráðsfundum með hagsmunaaðilum víða að af landinu.
Góð þátttaka var í samráðsferlinu og bárust margar gagnlegar umsagnir sem munu nýtast vel við þróun kerfisáætlunar til framtíðar. Tekin var afstaða til allra efnislegra umsagna og eru þær birtar hér á vefnum, ásamt kerfisáætlun og öðrum fylgiskjölum.
Við þökkum öllum þeim sem hafa komið að gerð kerfisáætlunar með einum eða öðrum hætti og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við þá næstu.