Landsnet kynnti í sumar matslýsingu fyrir kerfisáætlun 2016-2025 þar sem óskað var eftir athugasemdum og ábendingum.
Það var meðal annars gert til að fá viðbrögð við þeirri nálgun sem Landsnet hugðist beita við mótun áætlunarinnar og umhverfismat hennar.
Alls bárust ábendingar frá átta aðilum og var brugðist við þeim öllum.
Helstu viðbrögð við þeim eru:
- Landsnet hefur ákveðið að leggja fram lagningu jafnstraumsstrengs yfir hálendið sem sérstakan valkost í kerfisáætluninni. Einnig mun Landsnet í samræmi við landsskipulagsstefnu skoða jarðstrengi sem valkost þar sem leiðir eru innan miðhálendismarka.
- Landsnet mun líta til frekari gagna er varða ferðaþjónustu.
- Þá mun Landsnet gera frekari grein fyrir forsendum kerfisáætlunarinnar og sviðsmyndum en gert hefur verið.
Landsnet þakkar öllum fyrir athugasemdirnar við matslýsingu kerfisáætlunar 2016-2025.