HR og Landsnet í samstarf


15.08.2013

Framkvæmd

Háskólinn í Reykjavík og Landsnet hafa undirritað samstarfssamning um eflingu rannsókna og menntunar á sviðum áhættugreiningar, raforkuflutnings, kerfisreksturs og upplýsingatækni.

Háskólinn í Reykjavík og Landsnet hafa undirritað samstarfssamning um eflingu rannsókna og menntunar á sviðum áhættugreiningar, raforkuflutnings, kerfisreksturs og upplýsingatækni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík. Byggja á upp þekkingarseturá sviði áhættugreiningar við Háskólann í Reykjavík og ráða á akademískan starfsmann við skólann á sviði raforkuflutnings. 

„Við fögnum þessum samningi mjög, enda búa Landsnet og Háskólinn í Reykjavík yfir leiðandi sérþekkingu á ýmsum sviðum er snerta raforkuflutning, mannvirki, skipulag, stýringu flókinna kerfa, áhættugreiningu, viðskipti, lög og upplýsingatækni. Þessi samningur er því jafnframt mikilvægur grunnur að frekari rannsóknar- og þróunarverkefnum á þeim sviðum þar sem HR sérhæfir sig, þar með talið allar tegundir verkfræði, upplýsingatækni, viðskipta- og hagfræði og lögfræði.“ 

Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir að með þessum samningi verði sérþekking á þeim verkefnum sem Landsnet sinnir aukin. Hann segir sérfræðinga framtíðarinnar þurfa að búa yfir víðtækari kunnáttu á rekstri raforkukerfa, áhættugreininga og getu til að geta tekið þátt í vaxandi umfangi nýsköpunar- og þróunarverkefna.Þessi samningur á að auðvelda þá vegferð, segir Þórður.

Aftur í allar fréttir