Haustfundur NSR - Neyðarsamstarf raforkukerfisins


31.08.2016

Framkvæmd

Í gær, þriðjudaginn 30.ágúst, var haldinn haustfundur NSR (Neyðar samstarf raforkukerfisins) sem er samvinnu­vettvangur vinnslufyrirtækja, flutningsfyrirtækis, dreifiveitna, stórnotenda og opinberra aðila á Íslandi vegna vár sem steðjar að vinnslu, flutningi eða dreifingu raforku og/eða stórnotendum. Markmið NSR er að veita aðstoð og samræma aðgerðir í vá.

Halldór Halldórsson öryggsstjóri Landsnets og formaður framkvæmdanefndar NSR bauð fundarmenn velkomna og hvatti fundarmenn til að nota fundinn til að deila sögum og reynslu.

Það eru tímamót í starfi NSR, samstarf sem hefur festst í sessi og staðið yfir í tíu ár og skilað góðri samvinnu meðal veitufyrirtækja, við viðbragðsaðila, vísindamenn, stofnanir og fleiri.

Á fundinum ræddi Halldór Halldórsson um skýrslu stjórnvalda, Stefnu í almannavarna- og öryggismálum þar sem skilgreind eru í kafla 17 þrjú verkefni og aðgerðir sem miða að því að styrkja og þróa raforkukerfið.

„ Þörf er á markvissri uppbygging og þróun á raforkukerfinu hér á Íslandi, og sú uppbygging er nauðsynleg. Flutningskerfið er komið að þolmörkum víða um land, bæði er það lestað að þolmörkum, viðhald getur ekki farið fram sem skildi, n-1 rekstur ekki mögulegur viða því ekkert svæði þolir straumleysi vegna bilanna eða nauðsynlegrar viðhaldsvinnu „ segir Halldór Halldórsson öryggisstjóri Landsnets en Landsneti hefur verið falið verkefnastjórn vegna þessarar aðgerða.

Á fundinum var farið yfir upplýsingamál félagsins, rætt um þróun félagsins og kosið í framkvæmdanefnd.  Eldgosaæfing NSR og ISAVÍA var kynnt, rætt var  um TETRA og Bjargir , útkallsgrunn viðbragðsaðila ásamt samhæfingarmöguleikum raforku- og fjarskiptageirans í neyðar- og viðbragaðáætlunum og samtímaskráningu í dagbækur.

Á fundinum var Lúðvíki B. Ögmundssyni fyrrverandi öryggisstjóra Landsnets þakkað fyrir vel unnin störf í þágu NSR.

Aftur í allar fréttir