Hjá Landsneti vinnur, flottur hópur af frábæru fólki með fjölbreyttan bakgrunn, menntun og sumir hverjir með mjög langan starfsaldur. Starfsaldur sem er eldri en fyrirtækið sjálft en eiga sér bakgrunn í þau fyrirtæki sem koma að Landsneti.
Landsnet er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem starfsmenn fá tækifæri til að þróast og dafna í starfi. Saman vinnum við að því markmiði að tryggja öruggt rafmagn, gæði og öryggi flutningskerfisins til framtíðar í sátt við samfélagið. Þannig eru við og þannig er Landsnet – umhugað um að skapa góðan vinnustað þar sem menning og samskipti einkennast af gildum fyrirtækisis, ábyrgð, samvinna og virðing.
Á föstudaginn fögnuðum við þeim samstarfsfélögum okkar sem eiga 5 – 45 ára starfsafmæli á árinu sem er að líða , félögum sem eru með samanlagt 495 ára starfsaldur hjá fyrirtækinu.
Trausti Finnsson á 45 ára starfsaldursafmæli og þeir Árni Jón Elíasson, Helgi Þorvaldsson og Sveinn K. Baldursson fagna allir 40 árum hjá fyrirtækinu.
Davíð Guðmundsson, Eyjólfur Óskarsson og Jón I Skúlason Öfjörð fögnuðu 35 árum, Einar M. Kristjánsson 30 árum og þeir Guðmundur I Sigmundsson og Gunnar Benediktsson 25 árum.
Jórunn Gunnarsdóttir fagnaði 20 árum og Guðfinna Stefánsdóttir og Hallgrímur Halldórsson 15 árum.
Gunnar Snær Gunnarsson, Íris Baldursdóttir, Magni Þór Pálsson, Ragnar Már Helgason, Rúnar Freyr Rúnarsson, Rúnar Sigurðsson og Valborg Guðmundsdóttir hafa öll unnið hjá Landsneti í 10 ár.
Bergþór Sveinsson, Kjartan Sigurjónsson, Sæmundur Valdimarsson, Teitur Birgisson og Theodór Jónsson hafa verið hjá Landsneti i 5 ár.