Breytingin felur í sér 20% lækkun á gjaldskrá vegna flutningstapa - Ný gjaldskrá tók gildi 1. janúar 2018 .
Landsnet semur um kaup á raforku vegna flutningstapa á þriggja mánaða fresti og ákvarðast gjaldið af kostnaði við útboð Landsnets. Kostnaður fyrir fyrsta ársfjórðung 2018 liggur fyrir og kallar á lækkun gjaldskrár ásamt því að bregðast þarf við inneign viðskiptavina sem hefur myndast.
Einnig eru fyrirhugaðar þær breytingar að endurskoða gjaldskrá vegna flutningstapa eftir hvert útboð, eða ársfjórðungslega, og bregðast við eftir þörfum. Það er gert til að endurspegla verð flutningstapa í rauntíma út á markaðinn.
Ekki verða gerðar breytingar á gjaldskrá dreifiveitna, stórnotenda né vegna kaupa á kerfisþjónustu.
Hér er hægt að nálgast gjaldskrána.