Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði í dag kröfu Landverndar um ógildingu framkvæmdaleyfis sveitastjórnar Þingeyjarsveitar um framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4.
Við það fellur niður stöðvun á hluta línuleiðarinnar og Landsnet því með gild framkvæmdaleyfi á allri fyrirhugaðri línuleið Kröflulínu 4. Þá er mögulegt að halda áfram framkvæmdum sem hafnar voru fyrir bráðabirgðaúrskurð um stöðvun en eftir er að ljúka eignarnámsmálum í landi Reykjahlíðar.
Framkvæmdaleyfi Þeistareykjalínu 1 fellt úr gildi
Nefndin felldi úr gildi framkvæmdaleyfi Þingeyjarsveitar fyrir Þeistareykjalínu 1 en framkvæmdir á svæðinu voru ekki hafnar.
Niðurstöðum svipar til úrskurðar vegna framkvæmdaleyfis Skútustaðahrepps vegna Kröflulínu 4. Landsnet reiknar með að sveitafélagið taki málið fyrir að nýju og fari yfir þær athugasemdir sem fram komu í úrskurðinum.
Á heimasíðu www.uua.is má nálgast úrskurðina.