Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsnets 2023 er komin út


14.03.2024

Framkvæmd

Við hjá Landsneti gefum nú út í fyrsta skipti árs- og sjálfbærniskýrslu byggða á GRI staðlinum auk þess sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru höfð til viðmiðunar.

„Við leggjum mikla áherslu á samfélagsábyrgð þar sem skoðaðar eru ólíkar lausnir með opnum huga og með heildarhagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Þessi stefna endurspeglast í breytingum sem gerðar hafa verið á ársskýrslunni okkar sem nú er gefin út sem árs- og sjálfbærniskýrsla og í fyrsta skipti erum við að tengja starfsemina okkar við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets.

Örugg afhending raforku var eins og áður mikilvægasta viðfangsefnið okkar á árinu. Því fylgir mikil ábyrgð sem við tökumst á með okkar frábæra starfsfólki sem stendur vaktina dag og nótt – og er alltaf tilbúið að bregðast við í öllum þeim áskorunum sem lífið hjá Landsneti býður upp á.

Árið var annasamt og krefjandi fyrir okkur hjá Landsneti en í áskorunum ársins fólust mörg tækifæri. Náttúruöflin buðu upp á óveður, eldgos og erfiða bilun í sæstreng til Vestmannaeyja. Styrking flutningskerfisins um allt land er eitt mikilvægasta verkefni Landsnets fyrir orkuskiptin og forsenda þess að við sem þjóð getum tekist á við aukna framleiðslu og notkun sem fylgja orkuskiptunum.

Allt um þetta og meira til í skýrslunni okkar sem nú er aðgengileg á www.landsnet.is  .

Við erum umbóta fyrirtæki og vinnum eftir hugmyndafræði stöðugra umbóta. Allar ábendingar um efnistök  eru vel þegnar þar sem við viljum stöðugt bæta okkur.  Hægt er að senda okkur póst á netfangið landsnet@landsnet.is

Hér er hægt að nálgast skýrsluna

Aftur í allar fréttir