Samþykktar hafa verið breytingar á gjaldskrá Landsnets sem taka munu gildi frá og með 1. mars 2017.
Um er að ræða breytingu á gjaldi vegna kerfisþjónustu þar sem Landsnet hefur samið um kaup og sölu á 40 MW reiðuafli eins og greint var frá í tilkynningu Landsnets sem má finna hér, þá hefur verið ákveðið að hækka gjaldið um 2,14 %.
Gjaldskráin var uppfærð á heimasíðu okkar við gildistöku, gjaldskránna er hægt að finna hér.
Þegar rafmagnsreikningur heimilisins er skoðaður skiptist hann í skatta, vinnslu, dreifingu og flutning þar sem flutningshlutinn er um 9 % af reikningnum. Það er sá hluti sem er að hækka um 2 % - þannig að þetta er ekki 2 % hækkun á heildarupphæðinni til heimilanna heldur bara þeim hluta sem snýr að flutningi.