Breyting á gjaldskrá vegna upprunaábyrgðar


02.01.2018

Framkvæmd

Upprunaábyrgðir (Græn skírteini) eru staðfesting á að raforka sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er beinn stuðningur við slíka orkuframleiðslu innan Evrópu og er þannig hvatning til áframhaldandi upbyggingu innan geirans. Þetta er einnig leið fyrirtækja til að votta sína vöru og þjónustu með alþjóðlegum umhverfisvottunum.

Hlutverk Landsnets er að gefa út upprunaábyrgðir vegna framleiddrar raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum og innheimtir gjald á hverja megawattstund (MWst) af viðkomandi framleiðanda. Hægt er að lesa sér meira til um upprunaábyrgðir hér.

Breyting verður á gjaldskrá vegna upprunaábyrgða tóku gildi 1.janúar 2018 og felur í sér lækkun á gjaldi sem er innheimt vegna útgáfu upprunaábyrgða, inn- og útflutnings. Gjaldið lækkar úr 3,75 kr/MWst í 3,25 kr/MWst. Aðrir liðir haldast óbreyttir. 

Gjaldskrá vegna útgáfu upprunaábyrgða:

 

 

 

Frá 1. jan 2017

Frá 1. jan 2018

Árgjald

kr/ári

250.000

250.000

Fyrir hvert útgefið skírteini

kr/MWst

3,75

3,25

Inn/útflutningur*

kr/MWst

3,75

3,25

Fyrir hvert afskráð skírteini

kr/MWst

1,6

1,6

Vottun virkjunar

kr

200.000

200.000

*Skírteini sem gefin eru út hérlendis eru undanþegin þessu gjaldi

Aftur í allar fréttir