Þann 1. júlí var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa og kerfisþjónustu.
Flutningstöp
Nú liggur fyrir kostnaður við útboð á flutningstöpum fyrir þriðja ársfjórðung 2020 og mun gjald vegna flutningstapa verða 75,38 kr. á MWst. Gjaldið fer úr 99,85 kr. á MWst.
Flutningstöp eru boðin út á þriggja mánaða fresti og endurspeglar innkaupsverð okkar gjaldskrá vegna flutningstapa hverju sinni. Innkaupsverð okkar á flutningstöpum er mismunandi milli ársfjórðunga þar sem raforkuverð sveiflast eftir árstíðum. Hægt er að kynna sér betur niðurstöðu eftir útboð á flutningstöpum í frétt okkar á neðangreindum tengli.
Kerfisþjónusta
Samið hefur verið um kaup á reglunaraflstryggingu fyrir tímabilið júní - desember 2020 og mun gjald vegna kerfisþjónustu verða 65,87 kr. á MWst.
Gjaldskrá Landsnets vegna kerfisþjónustu endurspeglar innkaupsverð okkar hverju sinni af reiðuafli, reglunaraflstryggingu og varaafli. Kostnaður vegna kerfisþjónustu er hreinn gegnumstreymisliður hjá okkur að viðbættu leyfilegu umsýslugjaldi. Hægt er að kynna sér betur nýja samninga um reglunaraflstryggingu í frétt okkar á neðangreindum tengli.
Aðrir gjaldskrárliðir, en þeir sem eru nefndir hér að ofan, munu haldast óbreyttir.
Hér er tengill í frekari upplýsingar um gjaldskrár Landsnets ásamt gjaldskránni.