Aukið afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja


21.07.2016

Framkvæmd

Landsnet í samvinnu við HS veitur vinnur nú að því að spennuhækka Vestmannaeyjastreng 3 úr 33 kV í 66 kV.

Öruggt rafmagn, gæði og öryggi flutningskerfisins til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana er forgangsmál í stefnu Landsnets. Spennuhækkunin á Vestmannaeyjastrengnum tvöfaldar flutningsgetu raforku til Eyja og eykur til muna afhendingaröryggi og styrkir um leið allt atvinnulíf á staðnum.

Spennusetning í lok nóvember

Vestmannaeyjastrengur 3 var tekinn í rekstur í október 2013 og undirbúningsvinna við spennahækkun strengsins hófst árið 2015 með styrkingu á loftlínum við Hvolsvöll og vinnu við tengivirkið í Rimakoti. Verið er að reisa nýtt tengivirki í Eyjum og reiknað er með að frágangi við tengivirkið verði lokið í byrjun október og er spennusetning strengsins áætluð í lok nóvember 2016.

Mynd;  Tekin 20.júlí 2016 - reiknum með að klára að reisa einingar á næstum dögum.

Aftur í allar fréttir