Landsnet hefur ráðið Önnu Siggu Lúðvíksdóttur í starf sérfræðings í innkaupum á fjármálasviði Landsnets.
Anna Sigga hefur starfað hjá Ríkiskaupum síðan 2012. Meðal verksviða hjá henni þar voru útboð, greiningar á þörfum ríkisins fyrir rammasamninga, áætlanagerð, samningagerð og stýring á minni og stærri verkefnum á sviði opinberra innkaupa.
Anna Sigga er með BSc í stærðfræði frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á rekstrarverkfræði. Hún er einnig að ljúka MS námi í rekstrarverkfræði frá sama skóla.
„ Gildin hjá Landsneti samræmist þeim gildum sem þarf til að sinna innkaupum á ábyrgan og gegnsæjan hátt þar sem öryggi og samfélagsleg ábyrgð er höfð að leiðarljósi. Ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem eru framundan hjá Landsneti “ segir Anna Sigga.