Landsnet er meðal þátttakenda í evrópska rannsóknarverkefninu MIGRATE (Massive Integration of Power Electronic Devices).
Meginmarkmið MIGRATE verkefnisins er að rannsaka leiðir til að auka stöðugleika raforkukerfa sem búa við síminnkandi tregðuvægi vegna aukinnar notkunar endurnýjanlegra orkugjafa, s.s. vind- og sólarorku og æ fleiri háspenntra jafnstraumstenginga (HVDC) milli kerfa. Þessi þróun, ásamt áformum sem eru víða um að leggja niður hefðbundin kola-, gas- og kjarnorkuver sem í dag standa fyrir mikið tregðuvægi í kerfinu, hefur skapað óvissu um hvernig tryggja megi stöðugleika raforkukerfa til framtíðar.
Þann 6.apríl er boðað til vinnustofu í Brussel og langar okkur að vekja athygli okkar viðskiptavina og samstarfsaðila á vinnustofunni og því sem þar fer fram.
Nánari upplýsingar um vinnustofuna er að finna hér.
Nánari upplýsingar um MIGRATE