Afl- og orkujöfnuður


28.12.2017

Framkvæmd

Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2017 – 2020 sem unnin var fyrir Landsnet kemur fram að líkur á aflskorti eru lægri en í fyrri útreikningum.

Miðað var við álagsþróun samkvæmt raforkuspá en þar er áætluð notkun dreifiveitna og núverandi stórnotenda. Einnig nær spáin yfir nýja stórnotendur þar sem samningar um notkun liggja fyrir. Á framleiðsluhliðinni var horft til núverandi og væntanlegra framleiðslueininga.

Líkur á aflskorti lægri en áður

Niðurstaða útreikningsins sýnir að líkur á aflskorti eru lægri en í fyrri útreikningum og ekki er gert ráð fyrir aflskorti á því tímabili sem útreikningurinn nær yfir. Möguleg aflaukning á tímabilinu er um 35 MW án þess að nýjar virkjanir komi í rekstur, en ef miðað er við svokallaðan 10 ára vetrardag, þ.e. kaldasta dag sem búast má við á 10 ára fresti, þá lækkar svigrúmið niður í 5 MW.

Flutningstakmarkanir geta haft áhrif

Það sama á við um orkujöfnuð í kerfinu. Miðað við gefnar forsendur er ekki gert ráð fyrir orkuskorti á því tímabili sem horft er á, en á árinu 2022 er orkuvinnslugeta metin vera um það bil 1% hærri en eftirspurn eftir orku. Þetta er háð þeirri forsendu að ekki komi til aukningar í orkunotkun vegna stórnotenda og horft er framhjá flutningstakmörkunum á byggðalínuhringnum.  Framtíðarþróun mun þó ráðast af flutningstakmörkunum og ríkjandi markaðsaðstæðum hverju sinni og er ekki svigrúm fyrir stórar breytingar  á markaðnum samkvæmt niðurstöðu matsins.

Hér er hægt að nálgast skýrsluna. 

Aftur í allar fréttir