Við hjá Landsneti vorum að gefa út skýrslu um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.
Þessi skýrsla er nokkurs konar framhald skýrslu um sama efni sem gefin var út árið 2019. Í nýju skýrslunni er sérstaklega horft á áhrif aukinnar orkuvinnslu innan Vestfjarða á afhendingaröryggið og borin saman nokkur tilvik mismunandi kerfisuppbyggingar.Niðurstöður þessarar skýrslu eru þær að bætt orkuafhending inn á Vestfirði, hvort sem er með tvöföldun Vesturlínu eða nýjum orkuverum innan svæðis, bætir afhendingaröryggið verulega. Þær leiðir, sem skoðaðar eru í skýrslunni, hafa bæði áhrif til fækkunar straumleysistilvika og lækkunar á skerðingum orkuafhendingar.
Skýrslunni fylgir minnisblað sem dregur saman meginefni skýrslunnar.
Skýrsluna má nálgast hér
og minnisblaðið hér