Suðurnes
Á Suðurnesjum eru ýmsar framkvæmdir í gangi á vegum Landsnets. Á Njarðvíkurheiði er unnið að uppsteypu nýs tengivirkishúss og verður búnaður settur upp í virkinu á haustmánuðum. Í sumar verða reist möstur í nýrri loftlínu, Reykjaneslínu 1, sem liggur frá virkinu á Njarðvíkurheiði að tengivirki á Rauðamel og jafnframt verður lokið við framkvæmdir við nýjan jarðstreng milli Njarðvíkurheiðar og Fitja. Á Fitjum er nýhafin stækkun á virkinu með uppsetningu nýs búnaðar.
Höfuðborgarsvæðið
Framkvæmdir við nýtt tengivirki við Korpu við Korputorg í Reykjavík eru í gangi og stefnt er að því að taka virkið í rekstur í kringum áramót. Eins er unnið að byggingu nýrra tengivirkja á Vegamótum á Snæfellsnesi og á Breiðadal við Önundarfjörð, þar unnið er að byggingarvirkjum og hefst uppsetning búnaðar í vetur og verða virkin spennusett í á nýju ári.
Kolviðarhólslína 1, sem liggur á milli tengivirkisins Kolviðarhóls á Hellisheiði og Geithálss á Hólmsheiði, verður endurnýjuð í sumar og haust þegar skipt verður um undirstöður og möstur í stærstum hluta línunnar og nýr leiðari tengdur.
Suður- og norðurland
Þá hefjast undirbúningsframkvæmdir fyrir lagningu jarðstrengja milli Hellu og Rimakots annars vegar og Akureyrar og Dalvíkur í sumar.
Í sumar verður lagður nýr jarðstengur, frá Þeistareykjum sem tengist inn í Kópaskerslínu 1, jafnframt verður virkið á Þeistareykjum stækkað.
Jafnframt eru fjölmörg verkefni í undirbúningi og hönnun.