Ísallínurnar, sem hafa legið í loftinu milli álversins í Straumsvík og Hamraness síðan árið 1969, voru eitt sinn útlínur byggðar á höfuðborgarsvæðinu.
Ísallínurnar, sem hafa legið í loftinu milli álversins í Straumsvík og Hamraness síðan árið 1969, voru eitt sinn útlínur byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Nú eru tímamót fram undan – til stendur að færa þær í nýtt línustæði.
„Færsla Ísallína er mikilvægt verkefni. Þegar þær voru byggðar voru þær í útjaðri byggðar í Hafnarfirði, en með tímanum hefur byggðin færst nær. Við flytjum þær því í nýtt línubelti,“ segir Anna Sigga Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri línunnar.
Umhverfismat verkefnisins er nú komið í opið kynningarferli og við hvetjum alla til að kynna sér gögnin og skila inn athugasemdum ef einhverjar eru. Umsagnarfrestur er til 5. september.
Skipulagsgáttin - hér er hægt að senda inn athugasemdir.