Landsnet vinnur í samstarfi við Land og skóg að mótvægisaðgerðum vegna rasks á gróðurlendi sem framkvæmdir við Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3 höfðu í för með sér.
Gerð hefur verið áætlun til nokkurra ára um framgang uppgræðslu, í samræmi við þau skilyrði sem sett voru í leyfisveitingum.
Umfang mótvægisaðgerða er að lágmarki í eftirfarandi hlutföllum við það land sem raskað hefur verið:
- 2 ha í uppgræðslu á móti einum röskuðum í ógrónu þurrlendi
- 3 ha í uppgræðslu á móti einum röskuðum í grónu þurrlendi.
- 1 ha í endurheimt votlendisvistkerfis á móti einum í röskuðum í votlendi
Nú í sumar var unnið að því að dreifa 40 tonnum af áburði á 240 ha svæði við Laugavelli í Múlaþingi. Næstu sumur verður þeirri áburðargjöf fylgt eftir og fræi dreift ef þörf er á. Stefnt er á að árangur uppgræðslunnar verði metinn með kortlagningu árið 2029. Fyrir þetta svæði er samtals gert ráð fyrir að verði dreift um 120 tonnum af áburði og 400 kg af fræi. Þá verður næstu sumar ráðist í mótvægisaðgerðir sem fara fram á fleiri svæðum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sjáum strax árangur eftir sumarið. Við erum því bjartsýn um að á móti því raski sem óhjákvæmilega fylgir nýframkvæmdum, komi þessi ógrónu svæði til með að grænka enn frekar og þróast í sjálfbær vistkerfi.
Haust 2024
Haust 2025