Framkvæmd

Árshlutareikningur Landsnets fyrir janúar – júní 2023 var lagður fram í dag.

Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála og árangurs hjá Landsneti segir rekstur gengið vel þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í aðfangakeðjunni 

„Rekstur félagsins hefur gengið vel og hagnaður tímabilsins var 14,9 MUSD. Við erum áfram að takast á við áskoranir við öflun aðfanga, bæði hvað varðar afhendingartíma búnaðar og hækkanir á verðum. Þetta hefur þýtt að fjárfestingar eru undir áætlun á tímabilinu og útlit er fyrir að svo haldist út árið. Með þessa óvissu í ytra umhverfi er enn mikilvægara að viðhalda sterkri stöðu félagsins sem skapast fyrst og fremst út af faglegum vinnubrögðum og stöðugleika í lagaumhverfinu.

Við hjá Landsneti höfum tekist á við ýmsar óvæntar áskoranir og krefjandi verkefni á tímabilinu sem hafa þó ekki haft teljandi áhrif á rekstrarniðurstöðu. Má þar nefna bilun á sæstreng til Vestmannaeyja. Á meðan viðgerð strengsins stóð voru fundnar hagkvæmar lausnir til að tryggja flutning raforku til Eyja sem að öðrum kosti hefði þurft að leysa með keyrslu díselvéla með umtalsverðum kostnaði eða allt að 500 millj.kr. Þessi útfærsla leiddi til verulegs sparnaðar, auk jákvæðra umhverfisáhrifa, en komið var í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nam 7.400 tonna af koltvísýringi.

Mikilvægur áfangi náðist í afhendingaröryggi þegar tengivirkið í Hrútatungu var tekið í notkun í vor. Þá er ánægjulegt að samkomulag náðist á fyrri hluta ársins um útgáfu framkvæmdaleyfis við síðasta sveitarfélagið á leið Suðurnesjalínu 2. Tvítenging flutningskerfis út á Reykjanes er ein af mikilvægustu framkvæmdum flutningskerfisins en framkvæmdin getur hafist um leið og lokið er við síðustu samninga við landeigendur.“

Helstu atriði árshlutareiknings:

Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 14,9 m. USD (2.083,3 millj.kr) [1] fyrstu 6 mánuði ársins 2023 samanborið við 19,5 m. USD (2.721,1 millj.kr) á sama tímabili árið 2022.  Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 29,9 m. USD (4.177,8 millj.kr) samanborið við 32,7 m. USD (4.571,9 millj.kr) árið áður.   

Heildareignir félagsins í lok tímabilsins námu 1.065,6 m. USD (145.823,3 millj.kr) samanborið við 1.032,4 m. USD (141.277,1 millj.kr) í lok árs 2022. Heildarskuldir námu í lok tímabilsins 593,8 m. USD (81.259,1 millj.kr) samanborið við 550,1 m. USD (75.276,9 millj.kr) í lok árs 2022. 

Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 44,3% samanborið við 46,7% í lok ársins 2022. Eigið fé í lok tímabilsins nam 471,8 m. USD (64.564,2 millj.kr) samanborið við 482,3 m. USD (66.000,2 millj.kr) í lok árs 2022.

Handbært fé í lok júní nam 52,8 m. USD (7.220,3 millj.kr) og handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 39,4 m. USD (5.510,8 millj.kr).

Nánar á Landsnet.is  þar sem hægt er að nálgast ársreikninginn.

Nánari upplýsingar gefur Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála og árangurs Landsnets, sími 563-9300 eða á netfanginu gudlaugs@landsnet.is

Helstu niðurstöður rekstrarreiknings, lykiltölur efnahagsreiknings og kennitölur (fjárhæðir eru í þúsundum bandaríkjadala)

  USD USD USD USD
Fjárhæðir eru í þús. USD1.1.-30.6.2023 1.1.-30.6.2022 1.1.-30.6.2021 1.1.-30.6.2020
         
Rekstrarreikningur       
 Rekstrartekjur84.082 87.522 73.135 63.807
 Rekstrargjöld( 54.187) ( 54.807) ( 44.450) ( 41.830)
 Rekstrarhagnaður29.895 32.715 28.685 21.977
 Hrein fjármagnsgjöld( 11.463) ( 8.501) ( 8.143) ( 1.663)
 Áhrif hlutdeildarfélags165 103 41 80
 Hagnaður fyrir tekjuskatt18.597 24.317 20.583 20.394
 Tekjuskattur( 3.690) ( 4.846) ( 4.112) ( 4.067)
 Hagnaður14.907 19.471 16.471 16.327
         
         
Fjárhæðir eru í þús. USD30.6.2023 31.12.2022 31.12.2021 31.12.2020
         
Efnahagsreikningur       
 Fastafjármunir982.193 972.882 963.536 858.575
 Veltufjármunir83.377 59.468 56.640 52.863
 Eignir samtals1.065.570 1.032.350 1.020.176 911.438
         
 Eigið fé471.788 482.281 470.557 404.848
 Langtímaskuldir515.855 496.300 478.002 439.828
 Skammtímaskuldir77.927 53.769 71.617 66.762
 Eigið fé og skuldir samtals1.065.570 1.032.350 1.020.176 911.438
         
         
Fjárhæðir eru í þús. USD1.1.-30.6.2023 1.1.-30.6.2022 1.1.-30.6.2021 1.1.-30.6.2020
         
Sjóðstreymi       
 Handbært fé frá rekstri39.433 41.843 36.902 25.531
 Fjárfestingahreyfingar( 26.555) ( 20.155) ( 44.522) ( 29.284)
 Fjármögnunarhreyfingar12.202 ( 18.412) 19.330 15.377
 Áhrif gengisbreytinga1.356 414 ( 90) ( 1.230)
 Handbært fé í ársbyrjun26.325 25.224 25.766 30.973
 Handbært fé í lok tímabils52.761 28.914 37.386 41.367
         
         
Fjárhæðir eru í þús. USD       
Helstu kennitölur       
  1.1.-30.6.2023 1.1.-30.6.2022 1.1.-30.6.2021 1.1.-30.6.2020
 EBITDA47.816 49.312 43.719 36.682
         
  30.6.2023 31.12.2022 31.12.2021 31.12.2020
 Eiginfjárhlutfall44,3% 46,7% 46,1% 44,4%

 

 

Um Landsnet

Landsnet tók til starfa árið 2005 og ber ábyrgð á flutningskerfi raforkunnar, einum af mikilvægustu innviðum samfélagsins. Hlutverk félagsins er að annast flutning raforku á Íslandi, uppbyggingu flutningskerfisins og stjórnun raforkukerfisins.


 

[1] Til viðmiðunar eru sýndar íslenskar krónur, notast var við meðaltal miðgengis Seðlabanka fyrir tímabilið USD/ISK 139,75 fyrir rekstrartölur en lokagengi miðgengis Seðlabanka þann 30. júní 2023 USD/ISK 136,85 fyrir efnahagstölur.

Aftur í allar fréttir