Sögulegur dagur í sólinni – fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið


21.05.2025

Framkvæmd

Í morgun reis fyrsta mastrið af 86 í Suðurnesjalínu 2 og markar það tímamót í verkefninu.

Það voru félagar okkar hjá Elnos frá Bosníu og Hersegóvínu sem reistu mastrið, sem stendur nú stolt við Kúagerði – við hlið systur sinnar í Suðurnesjalínu 1 og blasir við frá Reykjanesbrautinni.

Verkið gekk afar vel í morgun og veðrið lék við okkur, Elnos og línuna sjálfa. Um 50 möstur hafa nú þegar verið sett saman og á næstu dögum munu þau rísa hvert á fætur öðru.

Ef allt gengur að óskum verður Suðurnesjalína 2 tekin í rekstur í nóvember 2025.

Hægt er að kynna sér Suðurnesjalínu 2 nánar hér.

Aftur í allar fréttir