Framkvæmd

Það eru spennandi tímar framundan í orkumálum á Íslandi og við hjá Landsneti erum spennt að takast á við þessa tíma. Orkuumhverfið er að breytast mjög hratt og er áhrifavaldur breytinga hjá okkur. Breytingarnar í samfélaginu, raforkumarkaður, nýir orkugjafar, orkuskiptin, fjölbreyttari framleiðsla og aukið samtal við viðskiptavini gaf tilefni til að láta breytingarnar ná inn til okkar.

Landsnet hefur verið á menningarvegferð til að hjálpa okkur að takast á við síbreytilegt umhverfi með uppbyggilegum hætti. Við endurskoðun á stefnu Landsnets var sett enn meiri fókus á viðskiptavininn og hvernig við afhendum virði á skilvirkan og hagkvæman máta. Við trúum því að menningin okkar sé lykilþáttur í því að innleiða stefnu fyrirtækisins sem leggur áherslu á undirbúning fyrir virkan orkumarkað, gagnadrifna þjónustu og áreiðanlegt flutningskerfi. Grunnurinn sem við byggjum á er okkar snjalla og frábæra starfsfólk sem veit hvað þarf til að ná árangri. Til að styðja við innleiðingu á stefnu fyrirtækisins og hjálpa starfsfólkinu að leysa verkefni sín í takt við nýjar áherslur var þörf að endurskoða skipurit Landsnets. Nýtt skipurit Landsnets var kynnt í vikunni við góðar undirtektir starfsfólks.

Í breytingum liggja tækifærin og saman erum við í stakk búin til að mæta áskorunum framtíðarinnar sem í okkar huga er ljós

Aftur í allar fréttir