Niðurstöður úr útboði á raforku vegna viðbótartapa


03.01.2025

Framkvæmd

Þann 12. nóvember fékk Landsnet niðurstöður úr  útboði á raforku vegna viðbótartapa á fyrri hluta næsta árs. Orka vegna grunntapa fyrir sama tímabil var þegar tryggð í júní síðastliðnum.

Raforka tapast í flutningskerfinu og Landsnet ber ábyrgð á að kaupa þá orku sem þarf til að bæta fyrir þessi töp. Um 2% af allri fluttri orku tapast að jafnaði.

Hvað eru grunntöp og viðbótartöp?

  • Grunntöp: Orka sem er keypt fyrir stöðuga notkun yfir lengri tíma og byggir á fyrirsjáanlegri þörf.
  • Viðbótartöp: Sveigjanleg orkukaup sem eru notuð til að mæta skyndilegum sveiflum í orkunotkun.

 

Í nýafstöðnu útboði óskaði Landsnet eftir 17 MW og 29 GWst fyrir viðbótartöp á fyrri helmingi næsta árs.

Fimm aðilar tóku þátt, og bárust tilboð upp á samtals rúmar 83 GWst. Meðalverð samþykktra tilboða var 10.428 kr./MWst, sem er 29% hækkun frá því í fyrra, þar sem verðið fyrir fyrsta ársfjórðung hækkaði um 45%.

Staðan fyrir fyrri hluta árs 2025

Landsnet hefur nú tryggt samtals 175.964 MWst af raforku vegna flutningstapa, með heildarverðmæti upp á 1,689 milljarða króna.

Aftur í allar fréttir