Landsnet leitar að öflugum einstaklingi til að leiða mannauðsmál félagsins og taka þátt í uppbyggingu og þróun fyrirtækisins til framtíðar. Landsnet leggur áherslu á metnaðarfulla mannauðsstefnu, góða fyrirtækjamenningu og sterka liðsheild í umhverfi sem er í hraðri mótun.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið
• Þróun mannauðsstefnu og stuðla að traustri fyrirtækjamenningu
• Ráðgjöf til stjórnenda í mannauðs- og kjaramálum
• Ábyrgð á launavinnslu og gerð launaáætlana
• Þátttaka í gerð kjarasamninga og samskipti við stéttarfélög
• Ráðningar og ráðningaferlar
• Fræðslu- og starfsþróunarmál
Hæfniskröfur
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála kostur
• Víðtæk reynsla á sviði mannauðsmála
• Reynsla af breytingastjórnun
• Leiðtogahæfileikar og færni í mannlegum samskiptum
• Sveigjanleiki og áhugi á að fylgjast með nýjungum á sviði mannauðsmála
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
• Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2016.
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Nánari upplýsingar veitir Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Tinni Kári Jóhannesson (tinni.johannesson@capacent.is) hjá Capacent.
Um Landsnet
Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar og að ná sátt um þær leiðir sem farnar verða. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Við berum umhyggju hvert fyrir öðru og viljum skapa góðan vinnustað með spennandi verkefnum. Við höfum að leiðarljósi gildin okkar: samvinnu, ábyrgð og virðingu.