Sjálfbærnistefna

Framtíðarsýn

Landsnet er þjónustufyrirtæki í eigu þjóðarinnar og gegnir lykilhlutverki í að reka og viðhalda einni af grunnstoðum nútímasamfélags – flutningskerfi raforku. Sjálfbærni er undirstaða allra ákvarðana og verkefna hjá Landsneti, þar sem heildarhagsmunir samfélagsins, umhverfisins og efnahagslífsins eru hafðir að leiðarljósi. Landsnet vinnur markvisst að því að tryggja afhendingaröryggi raforku, lágmarka umhverfisáhrif og stuðla að sjálfbærri þróun með ábyrgum starfsháttum. Landsnet hyggst vera leiðandi í sjálfbærni og ábyrgum rekstri sem styður samfélagið, náttúruna og hagkerfið til framtíðar.

Sjálfbærni og alþjóðleg viðmið

Stefna Landsnets byggir á alþjóðlegum viðmiðum, lögum og stöðlum. Landsnet innleiðir markmið í sjálfbærnimálum í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um sjálfbærniupplýsingar fyrirtækja (CSRD), byggt á ESRS stöðlum, Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ISO-vottunum. Það tryggir gagnsæi, ábyrgð og stöðugar umbætur í starfsemi fyrirtækisins.

Megináherslur sjálfbærnistefnunnar

Samfélag

  • Velsæld starfsfólks 
    Landsnet fylgir eftir mannauðs- og mannréttindastefnu og jafnlaunavottun til að vinna gegn kynbundnum launamun. Lögð er áhersla á jafnrétti, fjölbreytni, öryggi, uppbyggingu þekkingar, starfsánægju og velsæld starfsfólks.
  • Samfélagsábyrgð
    Landsnet leggur áherslu á opið og gagnsætt samtal við hagaðila og nærsamfélag, byggt á samráði og upplýsingagjöf.
  • Uppbygging og rekstur flutningskerfis
    Flutningskerfið gegnir lykilhlutverki í nýtingu og samkeppnishæfni endurnýjanlegrar raforku í landinu sem er nauðsynleg forsenda orkuskipta og styður þannig við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.
  • Framlag til þekkingar og nýsköpunar
    Landsnet styður við rannsóknir, nýsköpun og þróun í samstarfi við orkugeirann og háskóla- og nýsköpunarsamfélagið.

Ábyrgir starfshættir

  • Góðir stjórnarhættir
    Landsnet leggur ríka áherslu á viðskiptasiðferði og áhættustýringu með áherslu á trausta stjórnarhætti, sjálfbærni og ábyrgð í virðiskeðjunni.
  • Skilvirkni og fjárfestingar
    Með hagkvæmum rekstri og skynsamlegum fjárfestingum stuðlar Landsnet að framþróun gagnvart atvinnulífinu og fólkinu í landinu.
  • Stöðugar umbætur
    Landsnet er með ISO-vottað stjórnunarkerfi sem eykur skilvirkni, gæði og stöðugar umbætur í allri starfsemi fyrirtækisins. Stöðugar umbætur og eftirfylgni nær til allrar starfseminnar með skilvirkni ferla að markmiði.

Umhverfi

  • Loftslagsmál
    Landsnet vinnur markvisst að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og fylgir eftir stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum. Hjá Landsneti eru raforkumál loftslagsmál og gegna lykilhlutverki í orkuskiptum þjóðarinnar.
  • Umhverfisáhrif
    Landsnet umgengst auðlindir náttúrunnar með varfærnum hætti við uppbyggingu og rekstur mannvirkja. Ávallt er horft til þess hvernig lágmarka megi neikvæð áhrif á auðlindir, líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi í ákvarðanatöku og framkvæmdum.
  • Hringrásarhagkerfi
    Landsnet vinnur að sjálfbærri auðlindanýtingu, endurvinnslu og endurnýtingu  úrgangs og ábyrgri meðferð hættulegra efna með það að markmiði að stuðla að hringrásarhagkerfi.

Framkvæmd stefnunnar og virði

  • Innleiðing CSRD og ESRS-staðla 
    Sjálfbærnistefna Landsnets fylgir kröfum ESRS-staðlanna og CSRD-reglugerðarinnar. Það tryggir að sjálfbærniupplýsingar séu nákvæmar, áreiðanlegar og birtar á gagnsæjan hátt.
  • ISO vottanir 
    Landsnet er með vottað stjórnunarkerfi samkvæmt ISO umhverfis, gæða, öryggis- og upplýsingaöryggis stöðlum, ásamt ÍST85 og RÖSK (rafmagnsöryggi) til að tryggja árangur.
  • Eftirfylgni og mælingar 
    Landsnet hefur innleitt mælikvarða og markmið fyrir sjálfbærni sem eru reglulega endurskoðuð til að fylgjast með árangri og tryggja stöðugar umbætur.

Virði sjálfbærni hjá Landsneti

  • Landsnet viðheldur og byggir upp sjálfbært og hagkvæmt flutningskerfi endurnýjanlegrar raforku sem styður við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum.
  • Með uppbyggingu raforkukerfisins stuðlum við að áreiðanlegri afhendingu rafmagns og aðgengi viðskiptavina að raforkumarkaði á samkeppnishæfu verði.
  • Landsnet styður við loftalagsmarkmið stjórnvalda með flutning á grænni orku, auknum hagvexti og auknum fjárfestingatækifærum.
  • Með ábyrgum starfsháttum með áherslu á viðskiptasiðferði, virðiskeðjuna, áhættustýringu og góða stjórnarhætti, stuðlum við að trausti og samvinnu við samfélagið.
  • Við tryggjum ábyrga og sjálfbæra nýtingu auðlinda ásamt vernd líffræðilegs fjölbreytileika.
  • Landsnets stuðlar að stöðugri nýsköpun og umbótum í þágu sjálfbærrar framtíðar.

Markmið og aðgerðir

Hnattræn umhverfisáhrif (Heimsmarkmið 7, 9 og 13)

Markmið:

  • Draga úr losun CO2-ígildi um 30% fyrir árið 2040 miðað við árið 2018.
  • Ná kolefnishlutleysi í rekstri í samræmi við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum.
  • Minnka árlegan leka SF6 í kerfum  < 0,2% árið 2030.
  • Flutningstöp verði undir 2% af heildarinnmötun á kerfið.
  • Draga úr losun varaafls sem er knúið af jarðefnaeldsneyti um 80% fyrir árið 2040.
  • Auka flokkun úrgangs í >90%.
  • Auka endurvinnslu niðurrifs í 100% 2027.
  • Lágmarka alla kolefnislosun í framkvæmdum hjá Landsneti.

Aðgerðir:

  • Uppbygging fyrsta áfanga nýrrar kynslóðar flutningskerfisins.
  • Tvítenging afhendingarstaða fyrir árið 2040.
  • Hagkvæm stýring flutningskerfsins til að lágmarka töp.
  • Skipta út olíu fyrir vistvænni orkugjafa fyrir varaafl og samgöngur.
  • Þróa umhverfisáætlun og kröfur í útboðum.
  • Innleiða skýra verkferla fyrir endurvinnslu niðurrifs.

Nýting auðlinda (Heimsmarkmið 7)

Markmið:

  • Draga úr umhverfisáhrifum auðlindanýtingar með því að nota sjálfbærnimælikvarða.
  • Starfsemi Landsnets stuðlar að aukinni skilvirkni með betri nýtingu náttúruauðlinda, lágmörkun flutningstapa og hámörkun á orkunýtni raforkukerfisins.
  • Með því að tryggja áreiðanleika og skilvirkan flutning raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum stuðlum við að betri nýtingu náttúruauðlinda og lágmörkun sóunar.

Aðgerðir:

  • Innkaup byggi á sjálfbærnivísum og umhverfisupplýsingum úr EPD.
  • Greining á rekstri og viðhaldi eigna til að draga úr úrgangi og losun.
  • Þróa viðskiptaumhverfi sem hámarkar nýtingu auðlinda.

Staðbundin umhverfisáhrif (Heimsmarkmið 15)

Markmið:

  • Umgangast náttúruna og náttúruauðlindir með varfærnum hætti og lágmarka óafturkræf áhrif á vistkerfið

Aðgerðir:

  • Vöktun á líffræðilegum fjölbreytileika vegna framkvæmda
  • Mótvægisaðgerðir skilgreindar í umhverfismati.
  • Eftirlit með vatni, lífríki, gróðri og fuglum.
  • Umhverfisúttektir framkvæmdar reglulega.

Góðir stjórnhættir (Heimsmarkmið 9)

Markmið:

  • Áhættustýring og markmiðasetning í samræmi við stefnu fyrirtækisins.
  • Viðhald ISO vottana og staðla með stöðugar umbætur að leiðarljósi.
  • Gagnsæi í samskiptum og ákvarðanatöku í þágu viðskiptavina og samfélags.
  • Ábyrgur og rekstur í allri starfsemi Landsnets.

Aðgerðir:

  • Rekstraráhættur, sjálfbærniáhættur og loftslagsáhættur rýndar regluleg með það að markmiði að draga úr áhættum.
  • Efla samráð og upplýsingagjöf.
  • Reglubundnar innri og ytri úttektir, reglufylgni og eftirfylgni með stöðugar umbætur að leiðarljósi.
  • Birgjamöt og sjálfsmat birgja.

Starfsfólkið (Heimsmarkmið 3 og 5)

Markmið:

  • Starfsmannavelta sé undir 7,5%.
  • Viðhalda jafnlaunastefnu og tryggja jafnræði í þróun launa.
  • Stuðla að góðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
  • Ekkert fjarveruslys hjá starfsfólki Landsnets eða verktökum.
  • Helgun starfsfólks sé 4,4 samkvæmt Q12 könnun Gallup.

Aðgerðir:

  • Innri og ytri úttektir á jafnlaunastaðli, þátttaka í kjarakönnunum og virk jafnréttisáætlun.
  • Reglubundin púlssamtöl, a.m.k. 4 á ári.
  • Vinnustaðagreiningar og aðgerðaráætlanir í kjölfar greininga.
  • Innleiða virka arftakastjórnun til að tryggja viðhald þekkingar innan Landsnets.
  • Þróa neyðar- og viðbragðsáætlanir og kynna fyrir starfsfólki.

Útgefin í mars 2025