Gagnastefna 


Markmið Landsnets er að nýta gögn í auknum mæli við ákvarðanatöku, sjálfvirknivæðingu ferla og miðlun upplýsinga til hagaðila. Jafnframt er markmiðið að mæta þörfum samfélagsins og valdefla viðskiptavini með gagnsæi og snjöllum lausnum að leiðarljósi.  

Við þróum fyrirtækið í að vera gagnadrifið og skilvirkt, meðal annars með því að byggja ákvarðanir á gögnum og greiningum.

Til að mæta kröfum framtíðarinnar stefnir Landsnet að því að vera með gagnatorg fyrir alla sem þurfa að nálgast upplýsingar um orkuviðskipti.
 

ÁHERSLA ER Á 

·        Innleiða aðferðafræði gagnastjórnunar.

·        Innleiða einn aðgangsstað fyrir öll gögn hjá Landsneti.

·        Bæta söfnun ytri gagna (t.d. markaður, veður o.fl.).

·        Innleiða reglulegar mælingar á gagnamenningu okkar.

·        Byrja að tala fyrir því að Landsnet byggi upp gagnatorg raforkumarkaðar Íslands.

 

VIRÐI GAGNASTEFNUNNAR

·        Með aukinni sjálfvirknivæðingu mun samfélagið geta þjónað sér sjálft varðandi gögn.

·        Meira traust frá samfélaginu og viðskiptavinum vegna betri gagnagæða.

·        Betri aðgangur starfsfólks að gögnum sem notuð eru við ákvarðanatöku.

·        Minni tímasóun hjá starfsfólki með gagnadrifnum ferlum.


Gagnastefna útgefin í febrúar 2023