Fjárstýringar- og fjármögnunarstefna

 

FRAMTÍÐARSÝNIN ER

Fjárstýring og fjármögnun er hluti af stjórnkerfi Landsnets í þeim tilgangi að tryggja markmið félagsins um ábyrgan og hagkvæman rekstur.

Með markvissri áætlanagerð og skipulögðum vinnubrögðum er unnið að því að tryggja hagstæðustu fjármögnun félagsins á hverjum tíma og hagkvæma nýtingu fjármuna

Markmið félagsins með virkri fjárstýringu er að ávallt sé til staðar nægt laust fé til að sinna rekstri og standa við skuldbindingar. Áhersla er á að varðveita eigið fé og stuðla þannig að fjárhagslegum styrk félagsins. Leitast er við að lágmarka fjármagnskostnað og hámarka fjármagnstekjur að teknu tilliti til áhættu. Við stýringu á fjármálaáhættu er miðað við varfærna nálgun.

Framkvæmd fjárstýringar og fjármögnunar skal taka mið af leiðbeiningum og ábyrgðarskiptingu.

 

ÁHERSLA ER Á

  • Að þróun fjárstýringar og fjármögnunar taki mið af langtímaáætlunum félagsins hvað varðar rekstur og fjárfestingar
  • Að styrkja fjármögnun félagsins til lengri tíma með því breikka hóp lánveitenda og nýta fjölbreytta fjármögnunarmöguleika.
  • Að viðhalda fjárhagslegum styrk félagsins.
  • Að efla upplýsingagjöf til lánveitenda og annarra hagaðila.
  • Að efla stafrænar lausnir sem styðja við fjárstýringu.


Virði fjárstýringar og fjármögnunar

  • Stýring á fjármálalegri áhættu félagins styður við ábyrgan og hagkvæman rekstur félagins.
  • Markviss fjárstýring og fjármögnun styður við hagkvæma styrkingu flutningskerfisins.

 

Útgefið 27.03.2023