Umhverfisstefna Landsnets

 

FRAMTÍÐARSÝNIN ER

Við stefnum á því alla daga að gera betur í umhverfismálum. Við eflum umhverfisvitund hjá starfsfólki og þekkingu á þeim umhverfisáhættum sem eru til staðar. Loftlagsmál eru raforkumál og tryggjum við samkeppnishæfna endurnýjanlega orku gagnvart mengandi orkugjöfum. Við lágmörkum losun gróðurhúslofttegunda og höfum við sett við sett okkur það markmið að verða kolefnishlutlaust félag árið 2030 þar sem við lágmörkum losun gróðurhúsalofttegunda. 

ÁHERSLA ER Á

  • Unnið markvisst að kolefnishlutleysi og tækifæri til að minnka losun. Mælikvarðar og markmið hafa verið sett til að fylgjast með þróun losunar og hafa markmið verið sett um kolefnishlutleysi árið 2030.
  • Stýra umhverfisáhættum með því að þekkja áhættur í kringum okkur þar sem við leggjum áherslu á umhverfisstjórnun og umhverfisöryggi. Við berum öll ábyrgð á umhverfinu okkar, og skiljum mikilvægi þess að skilja vel eftir okkur á vinnusvæði og skiljum þær umhverfisáhættur sem fylgja starfsemi okkar og ábyrgð stjórnenda er skýr.
  • Öflug fræðsla og skýrleiki ábyrgðar við að viðhalda stjórnunarkerfi og tryggja samfelldan rekstur sem styður við áhættumat.
  • Viðhalda/Endurnýja vottun fyrir ISO 14001 með fræðslu og sjálfvirknivæðing hvað varðar umhverfismál. Umbótahugsun sé til staðar og er eðlilegur hluti af starfi hvers og eins, geta sé til staðar til að koma auga á og bregðast umbótatækifærum.

 

Virði umhverfisstjórnunar

  • Kolefnishlutlaust félag 2030
  • Góður undirbúningur verka og framkvæmda
  • Minni áhætta á umhverfisspjöllum
  • Meiri umhverfisvitund
  • Ánægðara starfsfólk

 

Útgefið 16.3.2023