Áhættustefna

 

FRAMTÍÐARSÝNIN ER 

Áhættustjórnun skal vera hluti af stjórnunarkerfi Landsnets í þeim tilgangi að tryggja árangursríkan, ábyrgan og samfelldan rekstur. 


Tilgangur áhættustjórnunar er að styðja við grunnhlutverk Landsnets sem er að flytja raforku á samfelldan, hnökralausan, öruggan og hagkvæman hátt. Landsnet hefur öryggi starfsmanna sinna, samstarfsaðila og viðskiptavina að leiðarljósi. Landsnet leggur áherslu á að tryggja sem best öryggi í rekstri, uppbyggingu og við kerfisstjórn á raforkuflutningskerfi Íslands. Enn fremur að fjárhagsleg staða fyrirtækisins sé ávallt traust og að grunnhlutverk þess sé rækt í sem mestri sátt við umhverfi og samfélag.


Framkvæmd áhættustjórnunar skal taka mið af meginreglum og leiðbeiningum alþjóðlegra staðla og ábyrgðaskipting skal falla að innra eftirliti og skipulagi þess. Sérstök áhersla er lögð á að áhættustjórnun sé hluti af menningu fyrirtækisins, starfsmenn fyrirtækisins þekki fyrirkomulag áhættustjórnunar og vinni samkvæmt því.


Áhersla er á 

  • Að efla stafrænar lausnir sem styðja við áhættustjórnun og upplýsingagjöf til hagaðila.
  •  Samþætta áhættustjórnun við stjórnunarkerfi Landsnets.
  • Stuðla að áhættuvitund starfsfólks og stjórnenda.
  • Draga betur fram og bæta upplýsingagjöf varðandi helstu áhættur Landsnets.

 

Virði áhættustjórnunar

  •  Dýpkar skilning á starfsemi fyrirtækisins til þess að geta auðkennt og metið áhættur.
  • Dregur úr líkum á að áhætta raungerist eða áhrifum hennar.
  • Stuðlar að ábyrgum og samfelldum rekstri

 

Útgefið 16.03.2023