Ísland hefur skuldbundið sig til að draga úr losun koltvísýrings vegna bruna jarðefnaeldsneytis. Þótt nánast öll raforka á Íslandi sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum, kemur enn umtalsverður hluti frumorkunotkunar frá jarðefnaeldsneyti.

Þetta á sérstaklega við um samgöngur á landi, iðnaðarferli, skipaflotann, flugið og hitaveitur á köldum svæðum.

Notkun jarðefnaeldsneytis á Íslandi er enn svo umfangsmikil að orkan frá jarðefnaeldsneyti er næstum því sambærileg við það sem framleitt er í vatnsaflsvirkjunum landsins.

Til að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar án þess að draga úr lífsgæðum eða framleiðslu, þarf að auka orkuframleiðslu. Til viðbótar við vatnsafl og jarðvarma, mun einnig þurfa orkugjafa sem eru nýir hér á landi eins og vindorku, sólarorku og sjávarfallaorku.

Þessir nýju orkugjafar eiga það sammerkt að framleiðslan sveiflast upp og niður og erfitt er að stýra framleiðslunni. Þetta mun kalla á meiri sveigjanleika í raforkukerfum og krefst nýrrar hugsunar í þróun flutningskerfisins.

Þróun notkunar og framleiðslu

Lítið svigrúm er til að mæta eftirspurn með núverandi framboði á raforku og því þarf að ráðast í framkvæmdir við nýjar virkjanir og stækkanir núverandi virkjana.

Raforkuspá Landsnets spáir aukinni eftirspurn á orkuflutningi vegna orkuskipta í samgöngum og aukinnar almennar notkunar. Árið 2050 er ætlað að afleftirspurn aukist um 65-116% en það er breytilegt eftir sviðsmynd um orkuskipti í flugi og á hafi.

Lítið svigrúm er til að mæta eftirspurn með núverandi framboði á raforku og því þarf að ráðast í framkvæmdir við nýjar virkjanir og stækkanir núverandi virkjana.

Takmarkað er af framboði á vatnsafls- og jarðvarmakostum nýjar lausnir eins og vindorku og birtuorku munu skipa stóran sess.  Til að anna eftirspurn og flytja orkuna frá virkjunum er einnig mikilvægt að stækka flutningskerfið og þróa nýja nálgun til að mæta sveigjanlegri orkugjöfum en áður.

Orkuskiptin og orkugeymslur

30.5.2024 00:00:00

Gnýr Guðmundsson skólastjóri Orkuskiptaskólans og Magni Pálsson yfirkennari, okkar helstu sérfræðingar í orkuskiptunum á spjalli um þetta mikilvæga málefni.

Virkir raforkumarkaðir gegna sífellt mikilvægara hlutverki í umbreytingu orkukerfa og stuðla að auknu orkuöryggi, betri nýtingu auðlinda og hagkvæmari fjárfestingum.

Með vaxandi vægi óstýranlegrar orku, eins og vind- og sólarorku, verða sveigjanleiki og markaðslausnir lykilatriði til að viðhalda jafnvægi í raforkukerfinu. Markaðsverð gefa skýr merki um hvar þörf er á nýfjárfestingum, sérstaklega í flutningskerfi, og tryggja þannig skilvirka þróun þess.

Þessi þróun kallar á nýja nálgun og áherslur í rekstri raforkukerfisins sem vert er að skoða nánar.

Þróun viðskiptaumhverfis

Með vaxandi vægi óstýranlegrar orku, eins og vind- og sólarorku, verða sveigjanleiki og markaðslausnir lykilatriði til að viðhalda jafnvægi í raforkukerfinu.

Virkir raforkumarkaðir eru í lykilhlutverki við að ná loftslagsmarkmiðunum

26.5.2024 00:00:00

Við hjá Landsneti vorum að gefa út nýja skýrslu þar sem farið var yfir helstu atriði um hlutverk og ábata af virkum raforkumarkaði Í skýrslunni kemur fram að virkur raforkumarkaður er nauðsynleg forsenda þess að ná fram skilvirkara raforkukerfi og auka þannig þjóðhagslegum ábata, öllum til hagsbóta. Ábati sem mun á endanum nema tugum milljarða árlega. Við fengum þá Jón Skafta Gestsson og Svein Guðlaug Þórhallsson höfunda skýrslunnar að hljóðnemanum til að ræða málið og helstu áskoranir sem settar eru fram í skýrslunni.

Flutningskerfi framtíðarinnar

Markaðsumhverfið mun einnig taka breytingum og mikilvægi sveigjanleika í framleiðslu og notkun eykst.

Á næstu árum má reikna með miklum breytingum í raforkugeiranum. Nýir orkugjafar koma til sögunnar (vindur og sól), orkugeymslur og ný tegund notkunar, s.s. rafgreinar.

Markaðsumhverfið mun einnig taka breytingum og mikilvægi sveigjanleika í framleiðslu og notkun eykst. Til þess geta mætt þessari umbreytingu hefur Landsnet sett af stað umfangsmikið rannsóknarverkefni sem á að svara því hvernig við mætum þessari framtíð.

Verkefnið snýst um að greina hvað við þurfum að gera og hvernig við gerum það. Velt verður upp sem flestum möguleikum; kerfisuppbygging, tæknilausnir, breytingar í stjórnun kerfisins, markaðslausnir svo eitthvað sé nefnt.

Meira er fjallað um umbreytingu í kafla 6 í langtímaáætlun.