Nesjavallalína 1 - færsla
Vegna breikkunar Vegagerðarinnar á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ flutti Landsnet að Nesjavallalínu 1, 132 kV jarðstreng, á um 2 km löngum kafla.
Strengurinn lá að hluta til undir og í vegöxl vegarins og var nýi strengurinn lagður utan vegar á þessum kafla. Framkvæmdum var skipt í tvo hluta eftir fyrirætlunum Vegagerðarinnar, annars vegar milli Skarhólabrautar og Langatanga sem lagður og tengdur sumarið 2019. Seinni hlutinn þ.e. á milli Langatanga og Reykjavegar var lagður sumarið 2022.