Færanlegar varaflsstöðvar
Í flutningskerfi Landsnets eru nokkrir afhendingarstaðir sem eru geislatengdir og því verr útsettir fyrir truflunum en þeir afhendingarstaðir sem eru í möskvuðu kerfi.
Til að koma í veg fyrir langvarandi straumleysi vegna viðhalds eða bilunar á þessum geislatengdu stöðum hefur Landsnet fest kaup á færanlegum varaaflsstöðvum til að anna aflþörf forgangsorku þessara afhendingastaða á meðan tilsvarandi hluti flutningskerfisins er úti.
Nú eru tiltækar 10 færanlegar stöðvar, hver 1,2 MW að stærð sem komið er fyrir í 40 feta gámum.
Vélarnar hafa reynst vel í rekstri á þeim tíma sem þeirra hefur notið við og þeim hefur verið komið fyrir á völdum stöðum á landinu til að stytta mögulegan viðbragðstíma í bilunum.