Framkvæmd

Hella - Rimakot

Verkefnið Hella - Rimakot felst í lagningu nýs 132 kV jarðstrengs, Rimakotslínu 2, um 36 km leið frá Hellu, fram hjá Hvolsvelli og að tengivirki í Rimakoti í Austur-Landeyjum. Núverandi tenging, Rimakotslína 1 (loftlína), verður áfram rekin í óbreyttri mynd.

Tilgangur verkefnisins er að auka stöðuleika og öryggi raforkuafhendingar á Suðurlandi, og auk þess liður í bættri tengingu til Vestmannaeyja, en nýr sæstrengur til Eyja kemur síðar. Verkefnið er unnið í samstarfi við sveitarfélögin Rangárþing ytra og Rangárþing eystra og stefnt að því að sveitarfélögin geti nýtt þær vinnuslóðir sem lagðar verða meðfram strengskurði milli Hellu og Rimakots sem undirlag fyrir hjólastíg.

Í verkefninu felst einnig stækkun tengivirkjana á Hellu og í Rimakoti. Á Hellu verður gerð viðbygging fyrir einn 66 kV rofareit og í Rimakoti verður tengivirkið stækkað um tvo 66 kV rofareiti, einn fyrir tengingu jarðstrengsins Rimakotslínu 2 og einn fyrir tengingu á fyrirhuguðum sæstreng til Vestmanneyja, Vestmannaeyjalínu 4.  Í Rimakoti verður einnig byggt yfir útjöfnunarspólu sem tengist jarðstrengnum.

Áætlað er að verkframkvæmdir hefjist sumarið 2023 og að spennusetning verði síðla árs 2024.
 

Tengiliðir

Friðrika Marteinsdóttir
Yfirverkefnastjóri
563 9547
Árni Sæmundsson
Verkefnastjóri
563 9352