Laxárvatn - Hnjúkar
Laxárvatnslína 2, sem er nýr 132 kV jarðstrengur frá tengivirki við Laxárvatn að iðnaðarsvæði við Hnjúka, var spennusettur 29. desember 2018. Þá var einnig tekinn í notkun nýr 132 kV rofareitur að Laxárvatni og 132/33 kV spennir á Hnjúkum.
Uppbygging nýs iðnaðarsvæðis við Hnjúka kallaði á þessi nýju orkuflutningsmannvirki.