Framkvæmd

Blanda - Akureyri


Um verkefnið

Blöndulína 3 er 220 Kv háspennulína sem fyrirhugað er að leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Lega línunnar er fyrirhuguð um fjögur sveitarfélög, Akureyrarbæ, Hörgársveit, Sveitarfélagið Skagafjörð og Húnabyggð. Til­gang­ur  fram­kvæmd­ar­inn­ar er að styrkja meg­in­flutn­ings­kerfi raf­orku á Norður­landi  en jafn­framt er hún 3. áfanginn í því að auka flutn­ings­getu byggðalínu­hrings­ins.

Uppbygging tveggja fyrstu áfanga í styrkingu meginflutningskerfis raforku á Norðurlandi og jafnframt styrkingu byggðalínuhringsins er lokið, þær línur hafa verið reistar og teknar i notkun; Fyrst ber að geta,  Kröflulínu 3 sem liggur frá  frá Kröfluvirkjun í Fljótsdalsstöð og síðan  Hólasandslína 3 sem liggur frá Hólasandi til Akureyrar.  Þriðja línan er síðan framkvæmdin sem hér um rætt, Blöndulína 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. en sú lína  er rúmlega 100 kílómetrar. Undirbúningur að umhverfismati vegna framkvæmdarinnar hófst á haustmánuðum 2019 og er nú lokið. Landsnet hefur gefið út umverfismatsskýrslu fyrir verkefnið og gaf Skipulagsstofnun út álit í desember 2022

Undirbúningsferli framkvæmda sem hér er getið  felst meðal annars í því að eiga samtal við hagsmunaaðila með stofnun vettvangs; Verkefnaráð Blöndulínu 3 en þar sem sitja fulltrúar frá sveitarfélöguunum á línuleiðinni, umhverfi, atvinnuþróunarfélögum og fleiri. Sambærilegir fundir eri haldnir með landeigendum ásamt opnum íbúafundum á svæðinu. Í gegnum samráð og samtal, rannsóknir og greiningar er farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og til að fá betri mynd á hvert verkefnið er. 

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir
Samráðsstjóri
696 9930
Hlín Benediktsdóttir
Yfirmaður verkundirbúnings og hönnunar
563 9388