Framkvæmd

Rangárvellir - Spennar

Í tengivirkinu Rangárvöllum verða settir upp tveir nýir aflspennar. Annars vegar verður settur upp nýr 132/66 kV aflspennir sem er 80 MVA og er ætlað að auka aflflutningsgetu frá 132 kV kerfinu á Rangárvöllum niður á 66 kV kerfið. Þessi framkvæmd er forsenda þess að hægt sé að taka Laxárlínu 1 úr rekstri. Hins vegar er um að ræða nýjan 66/33 kV aflspenni til tengingar nýs gagnavers atNorth.

Framkvæmdir hófust á síðari hluta árs 2022 og lýkur á síðari hluta árs 2023.

Tengiliðir

Jens Kristinn Gíslason
Verkefnastjóri
563 9545