Framkvæmd

Akureyri - Hólasandur

Annar áfangi nýrrar kynslóðar byggðalínunnar, Hólasandslína 3 var spennusett og tekin í rekstur í september 2022.

Markmið framkvæmdarinnar er bætt orkunýting, aukin flutningsgeta og að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. 

Hólasandslína 3 er 220 kV raflína, 72 km löng, loftlína og jarðstrengur sem liggja innan fjögurra sveitarfélaga: Akureyrarkaupstaðar, Eyjafjarðarsveitar, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. 

Fyrstu 10 km Hólasandslínu 3 frá Rangárvöllum á Akureyri voru lagðir sem jarðstrengur, tvö strengsett og var m.a. strengjabrú reist yfir Glerá vegna þeirra og nýtist hún jafnframt sem reiðbrú. Strengirnir liggja þvert yfir Eyjafjörð upp í hlíð Kaupangsfjalls í austanverðum firðinum þar sem við tekur 62 km löng loftlína.  Línuleiðin fylgir núverandi byggðalínu að mestu, en frá Laxárdalsheiði að Hólasandi er línan í nýrri línugötu. Yfir Laxárdal var línan strengd í um 1 km löngu hafi til þess að lágmarka umhverfisáhrif innan verndarsvæðis dalsins. Í loftlínuhluta Hólasandslínu 3 eru 185 stálröramöstur. 

Auk línunnar voru byggð ný 220 kV yfirbyggð tengivirki á Hólasandi og á Rangárvöllum við Akureyri gaseinangruðum rafbúnaði (GIS) og af nýrri kynslóð stafrænna tengivirkja.
 

 

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir
Samráðsstjóri
696 9930
Jens Kristinn Gíslason
Verkefnastjóri
563 9545
Daníel Sch. Hallgrímsson
Verkefnastjóri
563 9338
Friðrika Marteinsdóttir
Yfirverkefnastjóri
563 9547