Framkvæmd

Verkefnið Akureyri – Dalvík felst í lagningu nýs 66 kV jarðstrengs, Dalvíkurlínu 2, um 42 km leið frá Akureyri til Dalvíkur. Núverandi tenging, Dalvíkurlína 1, verður áfram rekin í óbreyttri mynd.


Tilgangur verkefnisins er að tryggja örugga orkuafhendingu á Dalvík með tvöföldun tengingar við meginflutningskerfið.


Í verkefninu felst einnig endurnýjun 66 kV rafbúnaðar í tengivirkinu á Dalvík, uppsetning 66 kV útjöfnunarspólu í tengivirkinu á Rangárvöllum við Akureyri auk breytinga á 66 kV tengivirki á Rangárvöllum.


Áætlað er að verkframkvæmdir hefjist sumarið 2024 og að spennusetning verði í lok árs 2025.

 

Aðalvalkostur fyrir línuleiðina  Akureyri – Dalvík

Tengiliðir

Karítas Líf Valdimarsdóttir
Verkefnastjóri
563 9300

innviðauppbygging

Í framkvæmd
Aftur í yfirlit framkvæmda