Framkvæmd

Hvalfjörður - Holtavörðuheiði

Landsnet vinnur að mati á umhverfisáhrifum Holtvörðuheiðarlínu 1 (HH1) frá tengivirkinu á Klafastöðum að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Lagning Holtavörðuheiðarlínu 1 er mikilvægur hlekkur í nýrri byggðalínu og verður línan, 220 kV loftlína, með tvöföldum leiðara. Flutningsgetan verður á milli 800 og 900 MW.  


Markmið með byggingu Holtavörðuheiðarlínu 1 eru að bæta afhendingaröryggi á byggðalínusvæðinu með styrkingu tenginga við afhendingarstaði á meginflutningskerfinu sem einnig eru tengipunktar við svæðisbundnu flutningskerfin. Við það eykst afhendingargeta á öllum afhendingarstöðum á landinu. Aukin flutningsgeta lína á byggðalínusvæðinu kemur þannig í veg fyrir að flutningstakmarkanir hamli eðlilegri atvinnuuppbyggingu og launaþróun í landinu. Bæta nýtingu fjárfestinga í orkukerfi landsins með því að hámarka nýtingu virkjana og vatnasvæða sem nú þegar eru til staðar. Stuðla að orkuskiptum í landinu með því að gera mögulegt að tengja nýja endurnýjanlega orkuframleiðslu við meginflutningskerfið. Eins og fram hefur komið munu orkuskiptin kalla á mikla framleiðslu  endurnýjanlegrar orku, en ekki er til staðar svigrúm til að tengja nýjar orkuframleiðslueiningar við  meginflutningskerfið nema að mjög takmörkuðu leyti.
 

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir
Samráðsstjóri
696 9930
Kristinn Magnússon
Verkefnastjóri
5639321