Framkvæmd

Varmahlíð - Sauðárkrókur

Ný jarðstrengstenging milli Sauðárkróks og Varmahlíðar var tekin í rekstur í júní 2021. Þar með er flutningskerfið tvítengt við Sauðárkrók sem áður var einungis tengdur með einni loftlínu. 

Lagður var nýr 24 km langur, 66 kV jarðstrengur, Sauðarkrókslína 2.  Þá var byggt nýtt yfirbyggt 66 kV, 4 rofareita tengivirki á Sauðárkróki austast í bænum og eldra tengivirki í kjölfarið lagt af.  Jafnframt var loftlínan sem fyrir var milli Varmahlíðar og eldra virkis á Sauðárkróki, framlengd um 2 km að nýja virkinu. Í Varmahlíð var reist nýtt yfirbyggt, 66 kV, 5 rofareita virki á lóð núverandi tengivirkis og bætt við núverandi 132 kV virki og settur upp nýr spennir

Framkvæmdir hófust haustið 2019 og lauk sumarið 2021.

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir
Samráðsstjóri
696 9930
Jens Kristinn Gíslason
Verkefnastjóri
563 9545

innviðauppbygging
NOV-12

Lokið
Aftur í yfirlit framkvæmda