Tengivirkið Lækjartún
Undanfarin ár hefur álag vaxið hratt á Suðurlandi og því var ákveðið að styrkja flutningskerfið á þar með tengingu 220 kV kerfisins við 66 kV svæðiskerfið.
Byggt var nýtt tengivirki, Lækjartún austan Þjórsár, sem tengist 220 kV Búrfellslínu 2 og báðum hlutum 66 kV kerfisins í landshlutanum. Jafnframt var lagður jarðstrengur, Lækjartúnslína 2, milli Hellu og Lækjartúns og Selfosslína 2 vestan Lækjartúns tengd við tengivirkið með jarðstreng.
Framkvæmdir hófust 2020 og voru ný flutningsvirki spennusett haustið 2022.