Tengivirkið Klafastaðir
Verkefnið felur í sér byggingu nýs tengivirkis að Klafastöðum sem er núverandi staðsetning launaflsvirkis Landsnets sem gangsett var árið 2013. Hið nýja tengivirki verður 220 kV tengivirki með 9 rofareitum þar af einum fyrir fyrirhugaða línu. Meirihluti 220 kV hluta tengivirkisins á Brennimel verður fjarlægður en tveir línurofareitir ásamt teini munu áfram tengja niðurspenningu á 132 kV spennustig. Ekki er reiknað með í þessum valkosti að þéttir á Brennimel verði færður á Klafastaði. Ný tengivirkisbygging á Klafastöðum verður byggð með pláss fyrir 3 rofareiti til viðbótar sem nýtt verður þegar 220 kV hluti Brennimels verður aflagður.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á seinni hluta ársins 2022 og að þeim ljúki á fyrri hluta árs 2024.