Rekstrartruflanir

Frammistöðuskýrsla

Við skráningu truflana er notast við skilgreiningar úr handbók starfshóps um rekstrartruflanir (START). Uppruni hverrar truflunar í flutningskerfinu er skráður, þ.e. hvort truflun megi rekja til bilunar í flutningskerfi Landsnets eða bilunar í kerfi annarra (kerfi orkuframleiðenda, orkunotenda eða dreifiveitna). Ef truflun má rekja til upphafsatburðar í okkar kerfi er hún flokkuð sem „fyrirvaralaus truflun“.

Rekstrartruflun getur innihaldið fleiri en eina bilun. Fjöldi bilana verður þar af leiðandi ávallt jafn eða meiri en fjöldi rekstrartruflana. Við skráningu rekstrartruflana er hver bilun skráð eftir tegund, orsök og einingu sem olli bilun.

Rekstrartruflanir

Fyrirvaralausar truflanir voru 67 talsins árið 2021. Samtals voru 71 bilanir á einingum og 18 kerfisbilanir þeim tengdar. Á grafi 2 er árlegur heildarfjöldi fyrirvaralausra truflana á árunum 2012–2021 sýndur ásamt fjölda truflana vegna bilana í öðrum kerfum.

Graf 2:  Rekstrartruflanir í flutningskerfinu  árin 2012-2021 flokkaðar eftir kerfi upphafsbilunar

 

Á grafi 3 er dreifing fyrirvaralausra truflana eftir mánuðum árið 2021 sýnd ásamt meðaldreifingu síðustu 10 ára.

Graf  3: Truflanir sem rekja má til bilunar í flutningskerfinu flokkaðar eftir mánuðum

 

Á grafi 4 má sjá fyrirvaralausar rekstrartruflanir flokkaðar eftir orsökum truflana. Undir „annað“ flokkast þær truflanir sem skráðar eru á áverka af völdum dýra eða farartækis og þær truflanir þar sem frumorsök bilunar er óþekkt.

Graf 4: Fyrirvaralausar truflanir árin 2012–2021 flokkaðar eftir orsök truflunar

Alvarleikastig rekstrartruflana

Alvarleikastigsflokkun byggir að hluta til á lista samtaka evrópskra flutningsfyrirtækja, ENTSO-E, „Incident classification scale“, en nánari skilgreiningu á flokkunum má nálgast í viðauka

Á grafi 5 eru fyrirvaralausar truflanir árið 2021 og 2020 flokkaðar eftir alvarleikastigum Landsnets. Graf 6 sýnir truflanir sem eiga upptök sín í öðru kerfi flokkaðar  eftir alvarleikastigi. 

Graf 5: Fyrirvaralausar truflanir flokkaðar eftir alvarleikastigi

Graf 6: Truflanir sem eiga upptök sín í öðrum kerfum flokkaðar eftir alvarleikastigi

Bilanir á einingum

Samtals voru 71 bilanir á einingum vegna fyrirvaralausra truflana árið 2021. Graf 7 sýnir dreifingu bilana á einingum árin 2012–2021. 

Graf 7: Fjöldi fyrirvaralausra bilana á einingum í flutningskerfinu á árunum 2012–2021

Fyrirvaralausar bilanir í tengivirkjum árið 2021 voru 28 talsins. Í ár voru flestar þeirra tæknilegs eðlis eins og undanfarin ár.

Graf 8: Skipting á  fyrirvaralausum bilunum í tengivirkjum eftir orsökum

 

Fyrirvaralausar bilanir í loftlínum voru samtals 42 árið 2021. Í ár má rekja flestar þeirra til veðurs eins og undanfarin ár.

Graf 9: Fyrirvaralausar bilanir á loftlínum flokkaðar eftir orsökum

Graf 10 sýnir ítarlega flokkun á biluðum einingum vegna fyrirvaralausra truflana árið 2021. Flokkurinn „stöð, annað“ nær yfir þær bilanir sem ekki er hægt að skrá á ákveðinn búnað í viðkomandi stöð sem bilaði. Flestar bilanir verða á loftlínum, stjórn- og hjálparbúnaði.

Graf 10: Fyrirvaralausar bilanir flokkaðar eftir einingu sem bilar

Kerfisbilanir

Kerfisbilun er skilgreind skv. NORDEL á eftirfarandi hátt:

„Ástand sem lýsir sér í að ein eða fleiri kerfisbreyta hafi farið út fyrir eðlileg mörk án þess að til hafi komið bilun á einstakri einingu.“

Eins og sést á grafi 11 hafa kerfisvarnar bilanir aukist töluvert frá árinu 2017 og má rekja þau aukningu til þess að kerfið er rekið á nokkrum svæðum alveg við eða yfir þolmörkum á flutningsgetu. Kerfisvarnirnar eru mikilvægur þáttur í því að minnka lýkur á kerfishruni svæða en jafnframt að auka flutninginn.

Graf 11: Fjöldi kerfisbilana síðustu fimm árin