Sjalastefna

Við leggjum áherslu á að tryggja örugga og skilvirka meðferð skjala og gagna til að styðja við virðissköpun fyrirtækisins.

Áhersla er á 

  • Að tryggja aðgang að réttum upplýsingum með samræmdu skipulagi og verklagi á meðhöndlun gagna.
  • Að tryggja að starfsfólk sé meðvitað um ábyrgð sína við myndun og vistun gagna á samþykktum vistunarstöðum og fái nauðsynlega fræðslu um meðhöndlun gagna.
  • Að tryggja yfirsýn verkefna og öryggi og áreiðanleika gagna með endurskoðun verklags og eftirfylgni.
  • Að tryggja rétta skráningu, eftirfylgni og stöðugar umbætur.

 

Virði skjala- og upplýsingastjórnunar 

  • Aukin skilvirkni þar sem gögn og skjöl eru tiltæk þegar á þarf að halda, hvort sem það er við ákvarðanatöku eða til að bæta þjónustu við viðskiptavini og hagaðila.
  • Minni tími og sóun í leit að gögnum.
  • Aukið öryggi gagna og skjala.
  • Stuðningur við starfsfólk í hlítingu krafna laga og staðla.
  • Minni áhætta í rekstri flutningskerfis raforku og í persónuöryggi með góðri stýringu og aðgengi að tæknigögnum.
  • Minni orðsporsáhætta.
     

Útgefið í desember 2022