Hjá okkur starfar úrvalshópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun sem vinnur að áhugaverðum verkefnum sem lúta að uppbyggingu, þróun og rekstri raforkukerfisins. Við bjóðum upp á faglegt umhverfi með stórum hópi sérfræðinga og fyrirmyndar aðstöðu. Við leggjum áherslu á þjálfun og þróun starfsmanna og teljum að samræming einkalífs og vinnu skipti miklu máli. 

Landsnet nýtur þess að hafa í sínum röðum bæði hæft og reynt starfsfólk. Í árslok 2021 voru fastráðnir starfsmenn um 141, þar af voru 79% starfsmanna karlar en 21% konur. 

Starfsfólk Landsnets er vel menntað og býr yfir sérhæfðri þekkingu. Fjölmennustu hóparnir eru með rafiðnmenntun og háskólanám á sviði verk- og tæknifræði en að öðru leyti er starfsfólk Landsnets með fjölbreytta menntun og reynslu.

Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar sem vinnur við mismunandi aðstæður sé öruggt við vinnu sína og eru öryggis- og gæðamál í hávegum höfð. Við leggjum áherslu á að ráða til okkar framúrskarandi starfsmenn. Við tökum vel á móti nýliðum og sjáum til þess að þeir fái þjálfun í starfi.

Við höfum gildin okkar, Ábyrgð, Samvinna og Virðing að  leiðarljósi við alla okkar vinnu og við beitum framsæknum lausnum og reynum stöðugt að bæta okkur. 

Tengiliður;
Valka Jónsdóttir
Mannauðsstjóri
valka@landsnet.is 

Tengiliðir