24.03.2017

Landsnet bakhjarl félagsins Konur í orkumálum

Landsnet og Konur í orkumálum skrifuðu í dag undir samning sem kveður á um að Landsnet bætist í hóp bakhjarla félagsins til næstu tveggja ára.

23.03.2017

Jarðstrengslengdir í meginflutningskerfinu

Niðurstöður greininga á mögulegum hámarkslengdum á jarðstrengsköflum í Blöndulínu 3 eru 10 km, Hólasandslínu 3 12 km og 15 km í Kröflulínu 3.

22.03.2017

Kerfisáætlun, Innviðirnir okkar, lögð fram

Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2016-2025, sem ber titilinn Innviðirnir okkar – leiðin að rafvæddri framtíð, hefur verið send Orkustofnunar til samþykktar.

16.03.2017

Ógildingu eignarnáms hafnað vegna Kröflulínu 4 og 5

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Landsnet og íslenska ríkið af kröfu um að ákvörðun um eignarnám í óskiptu landi Reykjahlíðar vegna Kröflulínu 4 og 5, frá 14. október 2016, yrði felld úr gildi.

16.03.2017

Aukið afhendingaröryggi forsenda Kröflulínu 3

Til að bæta raforkuflutningskerfið, auka stöðugleika og gæði orkuafhendingar á Norður- og Austurlandi áformar Landsnet að byggja 220 kV raflínu, Kröflulínu 3, frá nýju tengivirki við Kröflustöð að tengivirkinu við Fljótsdalsstöð.

14.03.2017

Áhugaverð vinnustofa um raforkukerfið

Landsnet er meðal þátttakenda í evrópska rannsóknarverkefninu MIGRATE (Massive Integration of Power Electronic Devices).

13.03.2017

Raforkunotkun ársins 2016

Í frétt frá Raforkuhóp Orkuspánefndar kemur fram að árið 2016 nam raforkuvinnsla á landinu samtals 18.547 GWh og minnkaði um 1,3% frá fyrra ári. Notkun fædd frá flutningskerfinu (stórnotkun) nam 14.287 GWh á árinu 2016 og minnkaði um 0,5% frá fyrra ári.

04.03.2017

Við bjóðum upp á rafmagnaða framtíð

Ert þú byggingarverkfræðingur eða byggingartæknifræðingur og langar að starfa sem verkefnastjóri við framkvæmdir Landsnets með aðsetur á Akureyri eða í Reykjavík?

03.03.2017

Nýjar áherslur

Í dag tókum við hjá Landsneti í notkun nýjan www.landsnet.is og kynntum um leið til sögunnar nýtt merki Landsnets. Vefnum og merkinu er ætlað að endurspegla þær breyttu áherslur sem við höfum verið að vinna eftir á undanförnum árum.

01.03.2017

Breytingar á gjaldskrá vegna kerfisþjónustu

Samþykktar hafa verið breytingar á gjaldskrá Landsnets sem taka munu gildi frá og með 1. mars 2017.