Suðurnesjalína 1
image

Hafnarfjörður - Suðurnes

Til að auka afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi hefur Landsnet um árabil unnið að undirbúningi 220 kV raflínu, Suðurnesjalínu 2, frá tengivirki í Hamranesi í Hafnarfirði að Rauðamel í Grindavík, með viðkomu í fyrirhugðum tengivirkjum á Njarðvíkurheiði og í Hrauntungum.

Suðurnesjalína 2 er liður í styrkingu meginflutningskerfis raforku til og frá Reykjanesskaga því Suðurnesjalína 1, sem rekin er á 132 kV spennu, er fulllestuð og þörf á annarri tengingu inn á svæðið. Jafnframt er öryggi flutningskerfisins ófullnægjandi þar sem aðeins er um þessa einu tengingu að ræða frá Reykjanesi við 220 KV meginflutningskerfi Landsnets. 

Gert hefur verið ráð fyrir að Suðurnesjalína 2 verði loftlína, um 32 km löng og möstrin um 100 talsins. Línan mun að stærstum hluta fylgja núverandi Suðurnesjalínu 1 og Fitjalínu 1.

Mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar var hluti af verkefninu Suðvesturlínur, styrking raforkukerfisins á Suðvesturlandi og lá álit Skipulagsstofnunar fyrir haustið 2009. Línan er í samræmi við svæðisskipulag Suðurnesja og aðalskipulag sveitarfélaganna sem hún á að liggja um, Hafnarfjarðar, Voga, Grindavíkur og Reykjanesbæjar. Framkvæmdaleyfi sveitarfélaganna  lá fyrir árið 2015, ásamt leyfi Orkustofnunar. Framkvæmdir hófust árið 2016 en voru stöðvaðar þegar Hæstiréttur felldi úr gildi heimildir til eignarnáms vegna verkefnisins og leyfi Orkustofnunar. 

Senda ábendingar

Rusl-vörn