Framkvæmd

Krafla - Fljótsdalur

Fyrsti áfangi nýrrar kynslóðar byggðalínunnar, Kröflulína 3 var spennusett og tekin í rekstur í september 2021.

Markmið framkvæmdarinnar var bætt orkunýting, aukin flutningsgeta og að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin var einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. 

Kröflulína 3 er 220 kV, um 120 km löng loftlína milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar, en hún liggur um þrjú sveitarfélög þ.e. Skútustaðarhrepp, Fljótsdalshérað (Múlaþing) og Fljótsdalshrepp. Á línuleiðinni eru 328 stálröramöstur sem vega 2.650 tonn og 370 km leiðara sem vega um 1.100 tonn.

Framkvæmdir við línuna hófust árið 2019 og hafði undirbúningur byggingar hennar staðið yfir um margra ára skeið.  Jafnframt eru fyrirhugaðar breytingar á Kröflulínu 2 við Teigsbjarg árið 2023 sem og lokaúttekt.

Í tengslum við framkvæmdina var byggð ný brú yfir Jökulsá á Brú við Klausturssel vegna flutninga á efni inn á framkvæmdasvæðið. Brúin nýtist í dag landeigendum Klaustursels en einnig ferðamönnum sem hyggjast skoða Stuðlagil.

Tengiliðir

Daníel Sch. Hallgrímsson
Verkefnastjóri
563 9338
Elín Sigríður Óladóttir
Samráðsstjóri
696 9930