Framkvæmd

Flúðir – nýr rofareitur

Landsnet hefur, að beiðni Rarik, sett upp nýtt 66 kV viðbótarúttak fyrir aflspenni sem Rarik hefur verið með í rekstri frá árinu 2007 og var sá spennir sammældur með núverandi spenni á einu úttaki. Slíkt fyrirkomulag veldur því að taka þarf báða spennana úr rekstri við viðhald og þjónustu með auknu straumleysi hjá viðskiptavinum.
 

Nýi rofareiturinn var spennusettur 28. maí 2021.

Tengiliðir

Elín Sigríður Óladóttir
Samráðsstjóri
696 9930
Árni Sæmundsson
Verkefnastjóri
563 9352